Áfram í varðhaldi vegna hnífstungu

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður

Karlmaður var dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. júní, en hann er grunaður um tilraun til manndráps með því að hafa stungið ann­an mann með hníf í höfuðið. Kom til rysk­inga milli mann­anna þegar sá sem varð fyr­ir árás­inni fór ásamt konu að sækja bíl sem kon­an hafði lánað meint­um árás­ar­manni. 

At­vikið átti sér stað 5. mars, en þetta er í fjórða skiptið sem maður­inn er úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins.

Sam­kvæmt dómi héraðsdóms kem­ur fram að maður­inn sem er grunaður um árás­ina hafi verið í ann­ar­legu ástandi þegar lög­regl­an kom á staðinn, en þá var hinn maður­inn þegar far­inn á slysa­deild vegna áverk­anna. Reynd­ust það vera al­var­leg­ir stungu­áverk­ar á höfði og slagæðarblæðing úr höfuðleðri. Sam­kvæmt bráðabirgðaá­verka­vott­orði hafi tölvusneiðmynd sýnt áverka á höfuðkúpu sem hafi virst ná í gegn­um fulla þykkt höfuðkúp­unn­ar.

Við nán­ari skoðun hafi síðan komið í ljós að áverk­inn hafi náð í gegn­um beinþykkt­ina en ekk­ert inn fyr­ir kúp­una sjálfa. Hafi það verið mat vakt­haf­andi lækn­is á heila- og tauga­deild LSH að ef eggvopnið hefði gengið inn í heila­vef­inn hefði ekki verið að sök­um að spyrja og áverk­inn hafi getað leitt til mik­ils var­an­legs tjóns og jafn­vel dauða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert