Óvissuástand hjá starfsfólki FÁ

Frá mótmælunum á Austurvelli.
Frá mótmælunum á Austurvelli. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskólans við Ármúla mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli. Fulltrúi nemenda Fjölbrautaskólans í Ármúla gagnrýndi í ræðu sinni óvissuástandið sem nú ríkir þar sem starfsmenn skólans vita ekki hvort þeir haldi vinnunni í haust.

„Það er yndislegur mórall í FÁ. Þar líður öllum vel og við viljum ekki að það breytist,“ segir Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir, fulltrúi nemenda, í samtali við mbl.is. Hún segir það ekki gilda ástæðu fyrir sameiningu að nemendum hafi fækkað í skólanum þar sem nemendafjöldi framhaldsskóla sveiflist til milli ára.

Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir, fulltrúi nemenda FÁ.
Ísabella Ýrr Hallgrímsdóttir, fulltrúi nemenda FÁ. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hún segir alla þá nemendur sem hún hafi rætt við vegna sameiningarinnar lýsa yfir andstöðu við breytingarnar. „Ég hef ekki heyrt einn einasta segjast vera sáttur við breytinguna,“ segir Ísabella. Hún segir þar að auki að ótækt sé að nemendur hafi sótt um nám við Fjölbraut í Ármúla í haust, en endi hugsanlega sem nemendur Tækniskólans. „Ef þú vilt fara í FÁ, þá sækirðu um í FÁ. En ef þú vilt vera í Tækniskólanum, þá sækirðu um í Tækniskólann.“

Áhrifin meiri á nemendur FÁ en Tækniskólans

Lítið var um nemendur Tækniskólans á mótmælunum í dag. Davíð Snær Jónsson, formaður Nemendafélags Tækniskólans, segir skýringuna líklega vera að áhrifin af sameiningu verða umtalsvert meiri á nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla en nemendur Tækniskólans. 

Davíð Snær Jónsson, formaður Nemendafélags Tækniskólans.
Davíð Snær Jónsson, formaður Nemendafélags Tækniskólans. Ljósmynd/Aðsend mynd

„Mér finnst það skipta miklu máli að þegar nemendum finnst á sér brotið að þeir geti látið hendur standa fram úr ermum og sagt sínar skoðanir á málum,“ segir Davíð Snær um mótmælin. Hann kveðst hlutlaus í garð sameiningarinnar. „En það á fyrst og fremst að huga að hag nemenda, en ekki stjórnkerfisins. Ég treysti því að menntamálaráðuneytið, allsherjar- og menntamálanefnd, og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra, ásamt þingmönnum, klári þetta mál á farsælan hátt.“

Ljósmyndari mbl.is var á mótmælunum í dag og tók þar nokkrar myndir sem sjá má hér fyrir neðan.

Sara Oskarsson var fundarstjóri á mótmælunum.
Sara Oskarsson var fundarstjóri á mótmælunum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Frá mótmælunum á Austurvelli.
Frá mótmælunum á Austurvelli. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Frá mótmælunum á Austurvelli.
Frá mótmælunum á Austurvelli. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, á mótmælunum í dag.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, á mótmælunum í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Frá mótmælunum á Austurvelli.
Frá mótmælunum á Austurvelli. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert