Eldur í atvinnuhúsnæði í Grafarvogi

Smella má á kortið til að þysja inn og út …
Smella má á kortið til að þysja inn og út að vild. Kort/map.is

Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði við Barðastaði í Grafarvogi um klukkan fjögur í dag. Slökkvilið af öllum stöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að ráða niðurlögum eldsins, sem kviknaði í tæknirými í húsnæðinu samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Að sögn varðstjóra gekk slökkvistarf vel og er því nú lokið á vettvangi. Lögregla fer með rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert