Dró drenginn upp úr og öskraði á hjálp

Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.
Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hafnarfjordur.is

Betur fór en á horfðist þegar dreng á leikskólaaldri var bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði síðdegis í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is kom sundlaugargestur auga á drenginn á botni djúpu laugarinnar.

Dró hún drenginn upp á bakka laugarinnar og öskraði á hjálp viðstaddra áður en blásið var í hann lífi.

Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður laugarinnar, staðfestir í samtali við mbl.is að drengurinn hafi verið endurlífgaður eftir að hann fannst á botninum.

„Við eigum eftir að skoða myndskeið af atvikinu á morgun en ég veit ekki betur en að brugðist hafi verið rétt við og snör handtök orðið þess valdandi að allt fór vel,“ segir Aðalsteinn. „Hann var ekki búinn að vera lengi á botninum, samkvæmt því sem við höfum séð.“

Sjúkralið og lögregla komu á staðinn en ekki hafa fengist upplýsingar þaðan um atvikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert