Útlendingar ánægðari en Íslendingar

Útlendingar upplifa þjónustu á Keflavíkurflugvelli betri en Íslendingar.
Útlendingar upplifa þjónustu á Keflavíkurflugvelli betri en Íslendingar. mbl.is/Hanna

Útlendingar eru almennt ánægðari með Keflavíkurflugvöll en Íslendingar. Það er niðurstaða þjónustukönnunar Isavia árið 2016 sem kynnt var á morgunfundi á Hilton hóteli í morgun. Heildaránægja farþega jókst þó almennt á milli áranna 2015 og 2016. Það sem erlendir farþegar eru hrifnari af en íslenskir er meðal annars aðstaða til að geyma bíla, ferðir til og frá flugvelli, almenn þjónusta á flugvellinum og þjónusta hjá tolli og lögreglu. Þá upplifa útlendingar flugstöðina hreinni en Íslendingar gera. Farþegar virðast almennt vera hrifnir af nýjum veitingastöðum og verslunum og skiptir þar litlu hvort um er að ræða útlendinga eða Íslendinga.

Þjónustukönnunin sýnir einnig að ánægja með ýmsa þætti fór dvínandi á milli ára. Sérstaklega mikil óánægja var með aðstöðu við hlið og mikla bið eftir töskum. En þetta eru þættir sem verið er að bæta. Óánægju vegna mikillar biðar eftir töskum má eflaust að miklu leyti rekja til rasks á síðasta ári vegna framkvæmda við lengingu komubanda og breytingu á farangursflokkara til að auka afköst, að sögn Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar.

Farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2016 voru almennt ánægðari …
Farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2016 voru almennt ánægðari með þjónustuna en þeir sem fóru um völlinn árið áður. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert