Ráðherra stendur aleinn á evrubolnum

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á innsíðu Morgunblaðsins í dag er fullyrt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styðji ekki fjármálaáætlunina í óbreyttri mynd. Sú var tíðin a.m.k. að tekið var mark á Morgunblaðinu þegar kom að upplýsingum úr innyflum Sjálfstæðisflokksins.“

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. 

Steingrímur sagði að það hefði komið skýrt í ljós á þinginu í gær að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, stæði ekki við bakið á fjármálaráðherra varðandi ríkisfjármálaáætlun. Hann hefði gefið til kynna að til stæði að falla frá væntum virðisaukaskattsbreytingum á ferðaþjónustuna eða slaka þar til.

Með öðrum orðum, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður Viðreisnar, stendur aleinn, yfirgefinn á sviðinu, á evrubolnum sínum, og enginn í þessari ríkisstjórn ber blak af áformum hans,“ sagði Steingrímur og bætti við að málið væri í algjöru uppnámi. 

Fjármálaáætlunin er í uppnámi, ríkisstjórnin hefur ekki komið sér saman um neitt og forseti þingsins gerði við þessar aðstæður rétt í því að fresta fundi. Og forsætisráðherra landsins gerði við þessar aðstæður rétt í því að rjúfa þing og boða til kosninga. Þetta er ónýt ríkisstjórn.“

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert hik

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekkert hik vegna fjármálaáætlunar. Um einhvern misskilning sé að ræða í fréttinni sem Steingrímur vísaði til.

„Hins vegar veit ég að ef ríkisstjórnin þarf á því að halda, það er nú ekki komið að því enn þá, að fá ráðgjöf í því hvernig á að stýra sundruðum ríkisstjórnum þá er Steingrímur J. Sigfússon sérfræðingur á því sviði,“ sagði Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert