Guðni sendi Bretlandsdrottningu samúðarkveðju

Breski fáninn var dreginn í hálfa stöng á breska þinghúsinu …
Breski fáninn var dreginn í hálfa stöng á breska þinghúsinu í dag vegna atburðanna í gær. AFP

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í Manchester í gærkvöldi og beindist sérstaklega að unglingum.

Í kveðjunni segir forseti meðal annars að ekkert réttlæti hryðjuverk, enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi. Hugur okkar Íslendinga sé hjá þeim særðu og þeim sem nú syrgja látna ástvini. Hann meti mikils viðbrögð þeirra sem komu slösuðum til bjargar á voðastundu og þann ríka samhug sem skapaðist í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert