Dagur sendir samúðarkveðjur til Manchester

Lögregla lokaði af hluta miðbæjar Manchester eftir sprenginguna í gærkvöldi.
Lögregla lokaði af hluta miðbæjar Manchester eftir sprenginguna í gærkvöldi. AFP

Hugur Reykvíkinga er hjá fórnarlömbum, fjölskyldum þeirra og vinum og öllu samfélaginu í Manchester að því er segir í samúðarskeyti sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Andy Burnham, borgarstjóra í Manchester, í tilefni af árásinni í borginni í gærkvöldi þar sem 22 létust og 59 slösuðust.

„Fyrir hönd íbúa Reykjavíkurborgar vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað í gærkvöldi,“ skrifar Dagur.

„Við verðum að standa saman fyrir frjálsum, lýðræðislegum og umburðarlyndum samfélögum, þar sem allir geta blómstrað á eigin forsendum – og gegn óskiljanlegum athöfnum haturs og ofbeldis eins og við urðum nú vitni að í Manchester.“

Hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð á árás­inni í morg­un. Lög­regl­an í Manchester hef­ur greint frá því að árás­armaður­inn hafi lát­ist þegar hann virkjaði sprengj­una sem hann var með á sér á tón­leik­un­um í Manchester í gær­kvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert