Beyglaðist ekki um borð í Baldri

Hvorki rispa né beygla var á bílunum.
Hvorki rispa né beygla var á bílunum. Ljósmynd/Hjálmar Júlíusson

Betur fór en á horfðist þegar léttur farmur af palli vörubíls um borð í Baldri á siglingu milli lands og Vestmannaeyja rann úr stað. Farmurinn hékk fyrir ofan bílana en snerti þá ekki nema plast sem hvíldi lauslega á þeim. Ekkert tjón varð á bílunum hvorki rispur né beyglur þrátt fyrir að meðfylgjandi mynd gefi vísbendingar um annað.  

Um var að ræða létta einangrun sem færðist úr stað. Farminum var ýtt aftur upp á pallinn. Hluti af farminum skemmdist lítillega. Flutningsaðili ber ábyrgð á farmi og frágangi hans á vörubílspallinum og var frágangurinn óviðunandi, samkvæmt upplýsingum frá Eimskip sem jafnframt brýnir fyrir fólki að ganga vel frá farmi og öllu lauslegu.  



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert