Ölvaðir og til vandræða

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.

Tveir menn voru handteknir í Reykjavík síðdegis í gær og vistaðir í fangageymslu vegna ölvunar og þess að þeir voru til vandræða. Annar þeirra er einnig grunaður um þjófnað.

Sá fyrri var handtekinn á sjötta tímanum við Listaháskólann við Sölvhólsgötu. Hann er einnig grunaður um þjófnað.

Skömmu síðar var hinn handtekinn við Landspítalann við Eiríksgötu og gista þeir báðir fangaklefa vegna ástands.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var bifreið ekið á vegg á bifreiðastæði við Laugardalshöll. Ökumaðurinn, eldri maður, slasaðist lítillega en bæði lögregla og sjúkralið voru send á vettvang. Bifreiðin er töluvert skemmd og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Um miðnætti var tilkynnt um innbrot í skóla við Bólstaðarhlíð.  Ekki er vitað hvort einhverju var stolið í skólanum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert