Ölvaðir og dópaðir í umferðinni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för átta ökumanna í gærkvöldi og í nótt sem reyndust undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einhverjir þeirra voru með fíkniefni á sér og nokkrir voru án ökuréttinda. 

Klukkan 22:30 var bifreið stöðvuð á Kringlumýrarbraut.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 23:10 var bifreið stöðvuð á Hafnarfjarðarvegi.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum.

Klukkan 23:45 var bifreið stöðvuð við Herjólfsbraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Klukkan 00:01 var bifreið stöðvuð við Suðurfell. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum (ítrekað brot).

Klukkan 01:15 var bifreið stöðvuð við Staðarberg.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Klukkan 01:25 var bifreið stöðvuð á Grensásvegi.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.  Bifreiðin reyndist ótryggð og voru skráningarmerki klippt af.

Klukkan 01:58 var bifreið stöðvuð á Reykjavíkurvegi.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu/sölu fíkniefna.

Klukkan 03:30 var bifreið stöðvuð við Litlatún. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert