Gylliboð í vaxandi netsvindli

Óprúttnir aðilar fara ýmsar vafasamar leiðir í netsvikum.
Óprúttnir aðilar fara ýmsar vafasamar leiðir í netsvikum. mbl.is/Billi

Netsvindlarar sækja í vaxandi mæli að almenningi með gylliboðum og fölsuðum tölvupósti til að reyna að hafa fé af fólki. Nú er svo komið að kalla má netglæpi risavaxinn iðnað sem er í sókn.

Því er full ástæða fyrir Íslendinga til að vera á varðbergi gagnvart þessum vágestum, sem þeir hafa þó verið í skjóli fyrir síðustu ár vegna fjármagnshaftanna.

Þetta segir Hermann Þ. Snorrason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, sem telur að varúðarráðstafanir fyrirtækja gagnvart netsvindli þurfi að vera jafnsettar öðrum öryggismálum. Að slíku vilji Landbankinn vinna, að því er fram kemur í umfjöllun um netvágesti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert