Fá æfingu í að takast á við olíueld

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þykkur svartur reykur sem ber við himinn á Suðurnesjum hefur vakið athygli margra nú í morgun. Ekki er nein hætta á ferðum að þessu sinni, heldur eru starfsmenn slökkviliðsins á Akureyri í heimsókna að fá æfingu í að takast á við olíueld að sögn vaktstjóra slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Æfingin gengur ljómandi vel að hans sögn og verða þeir 8 slökkviliðismenn frá Akureyri, sem nú eru á vellinum, þar við æfingar í dag ásamt slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Suðurnesja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert