40% nemenda ekki mætt í skólann

Ólafsfjörður er í Fjallabyggð og einnig Siglufjörður.
Ólafsfjörður er í Fjallabyggð og einnig Siglufjörður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjörutíu prósent nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar mættu ekki í skólann í dag, en af 205 nemendum eru 122 mættir samkvæmt upplýsingum frá skólanum.

Á Ólafsfirði eru 34 mættir af 91 nemanda, en 88 á Siglufirði af 114. Hluti forfallanna mun eiga sér eðlilegar skýringar, en þau eru þó meiri en venjulegt getur talist.

Þessu valda mótmæli foreldra barna í þeim hluta grunnskólans sem starfræktur er á Ólafsfirði. Halda þeir börnum sínum heima til að mótmæla þeirri ákvörðun sveitarstjórnarinnar að færa 1.-5. bekk yfir til Siglufjarðar næsta haust, á meðan kennsla nemenda í 6. til 10. bekk mun fara fram á Ólafsfirði.

Börn­in munu þurfa að ferðast með rútu í 17 km leið eða um 15 til 20 mín­út­ur.

Kennsla í 1.-4. bekk á báðum stöðum

Skiptingunni er þannig háttað í dag að kennsla í 1.-4. bekk fer fram á báðum stöðum, þar sem tveimur samliggjandi árgöngum er kennt saman í senn, í svokölluðum samkennslubekkjum. 5.-7. bekkur er þá á Ólafsfirði en 8.-10. bekkur á Siglufirði.

„Okk­ur finnst ekki gott að börn­in geti ekki sótt skóla í sín­um kjarna. Þrátt fyr­ir að þetta er sam­eig­in­legt sveit­ar­fé­lag þá er grunn­skól­inn hjarta í hverju bæj­ar­fé­lagi. Þegar maður elst upp við það að geta hlaupið út í skóla þá finnst manni þetta vera orðinn lang­ur ferðatími,“ sagði Hild­ur Gyða Rík­h­arðsdótt­ir, ein þeirra sem stend­ur að mót­mæl­un­um, í samtali við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert