Slökkviliðið haft nóg að gera

Kveikt var í sinu á tveimur stöðum í höfuðborginni í …
Kveikt var í sinu á tveimur stöðum í höfuðborginni í dag. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Tilkynnt var um eld í bíl á verkstæði í Hafnarfirði í dag. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að enginn eldur var í bílnum heldur eingöngu mikill reykur sem stafaði af bilun í olíumiðstöð bílsins. Ekki þurfti að reykræsta verkstæðið heldur nóg að að draga bílinn út.  

Slökkviliðið slökkti tvo sinubruna eftirmiðdaginn í dag. Tilkynnt var um sinubruna við Sundlaug Kópavogs um kl. 15. í dag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Önnur tilkynning um sinubruna barst slökkviliðinu kl. 17.30 og var sá við Egilshöll í Grafarvogi. Þar logaði lítill eldur á nokkra ferkílómetra svæði.

Gróður er mjög þurr. Um íkveikju er að ræða, annað hvort viljandi eða óviljandi, að sögn slökkviliðsmanns. 

Lögreglan fer með rannsókn málsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert