Samningar nást ekki fyrir mánaðamót

Læknar við störf á Landspítalanum.
Læknar við störf á Landspítalanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, á ekki von á því að samningar í kjaraviðræðum félagsins og samninganefndar ríkisins náist fyrir mánaðamót.

Samningar sem voru gerðir 7. janúar 2015 eftir verkfallsaðgerðir lækna renna út eftir viku.  

„Þetta er komið stutt á veg en mér sýnist góður andi vera beggja vegna borðsins,“ segir Þorbjörn en Læknafélag Íslands hefur átt þrjá fundi með samninganefnd ríkisins. 

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

Hann segir ekki stefna í verkfall. „Það myndi ég alls ekki segja. Við vorum mjög þolinmóðir síðast og rösuðum ekkert um ráð fram. Við látum reyna á þetta. Ég er vongóður um að þetta verði ekki langvarandi deila.“

Næsti samningafundur verður á miðvikudaginn.

Á tólfta hundrað lækna eru í Læknafélagi Íslands. Þar af eru 100 skurðlæknar en þeirra kjarasamningur rennur út í ágúst, að sögn Þorbjörns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert