Opið í Hlíðarfjalli og Bláfjöllum

Nú fer hver að verða síðastur á skíðin þennan veturinn.
Nú fer hver að verða síðastur á skíðin þennan veturinn. mbl.is/Golli

„Nú verða bara allir að mæta. Verður ekki mikið betra, allra síðustu forvöð,“ segir á vef Bláfjalla en opið verður í fjallinu í dag frá klukkan 10 til 17. Spáð er góðu veðri, fimm metrum á sekúndu, heiðskíru og sól. Suðursvæðið verður lokað.

Í Hlíðarfjalli á Akureyri er einnig opið í dag, frá 10 til 16, en þetta er síðasti dagurinn þar sem opið er í fjallinu þennan veturinn. 

Núna kl. 9 er -6°C og norðangola, 6 m/sek. Færið er troðinn þurr snjór. Þetta er  síðasti opnunardagur hjá okkur og því tilvalið að taka eina lokaferð,“ segir í tilkynningu frá Hlíðarfjalli.

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði er einnig opið í dag frá kl. 11 til 16 og er skíðafærið mjög gott. Opið verður á svæðinu til 14. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert