Margir ökumenn stöðvaðir í nótt

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sjö ökumenn í gærkvöldi og í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, þar á meðal á Sæbraut, í Skipholti og á Flókagötu.

Um fimmleytið í gær voru afskipti höfð af manni á heimili hans í Grafarholti vegna ræktunar fíkniefna. Búnaður og ætluð fíkniefni voru handlögð.

Upp úr klukkan hálfníu í gærkvöldi var tilkynnt um heimilisofbeldi í Breiðholti. Tveir menn voru handteknir grunaðir um líkamsárás.

Um hálffjögurleytið í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Kópavogi, grunaður um heimilisofbeldi.

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ölvaður maður handtekinn í miðborg Reykjavíkur grunaður um rúðubrot í Austurstræti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert