Þristurinn fer vonandi á flug

Þristavinir hvetja félagsmenn til að sækja fundinn og eru nýir …
Þristavinir hvetja félagsmenn til að sækja fundinn og eru nýir félagsmenn sérstaklega boðnir velkomnir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aðalfundur DC-3 Þristavina verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi á Hótel Reykjavík Natura og hefst klukkan 17.30.

Í fréttatilkynningu frá Þristavinum kemur fram að flug DC-3 vélarinnar TF-NPK hafi verið með minnsta móti á síðasta ári og tengdist einkum flugsýningum og þjálfun og viðhaldi á réttindum flugmanna. Vonast er til að unnt verði að fljúga vélinni talsvert á komandi sumri, m.a. í tengslum við flugdaga á Akureyri og í Reykjavík.

Þá segja Þristavinir ljóst að halda þurfi námskeið fyrir nýja flugmenn sem þjálfa þarf til réttinda á vélina. Þá hafa flugvirkjanemar unnið við skoðun og viðhald vélarinnar þar sem hún hefur haft vetursetu í Flugsafni Íslands á Akureyri, eins og undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert