Krappa beygjan er til rannsóknar

Flak flugvélarinnar sem fórst á akstursíþróttabrautinni í Hlíðarfjalli. Slysið var …
Flak flugvélarinnar sem fórst á akstursíþróttabrautinni í Hlíðarfjalli. Slysið var um verslunarmannahelgina 2013, það er 5. ágúst. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ekkert bendir til bilunar í hreyflum eða stjórntækjum sjúkraflugvélar Mýflugs sem fórst á akstursíþróttasvæði við Hlíðarfjallsveg ofan við Akureyri um verslunarmannahelgina 2013.

Þetta kemur fram í drögum að skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um þennan atburð, þar sem flugstjóri vélarinnar og sjúkraflutningamaður fórust en flugmaður komst lífs af, mikið slasaður. Rannsóknin hefur því meðal annars beinst að stjórn flugvélarinnar í krappri beygju eftir lágflug yfir akstursbrautina.

Stjórnendum Mýflugs hefur nú verið send skýrslan til umsagnar, eins og jafnan er gert áður en endanlegar niðurstöður og lokaskýrsla kemur út. Við rannsóknina hafa fulltrúar rannsóknarnefnda Bandaríkjanna og Kanada aðstoðað, meðal annars við úrvinnslu myndbandsupptöku og ljósmynda sem náðust af slysinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert