Háleggur heilsar upp á Ísland í fyrsta sinn

Fuglinn háleggur fannst í fyrsta skipti hér á landi á …
Fuglinn háleggur fannst í fyrsta skipti hér á landi á sumardaginn fyrsta í Garðinum. Ljómynd/Gudmundur Falk

Fyrsti háleggurinn (Himantopus himantopus) sem sést hefur hér á landi svo vitað sé fannst í Garðinum að kvöldi sumardagsins fyrsta. Guðmundur Falk, fuglaáhugamaður og ljósmyndari, sá fuglinn. Þetta er 399. fuglategundin sem sést á Íslandi og sú fyrsta nýja á þessu ári, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Fuglaáhugamenn víða að af landinu hröðuðu sér í Garðinn í gær til að sjá þennan framandi gest.

Háleggur er suðlæg tegund og eru varpstöðvar hans við Miðjarðarhafið, Svartahafið og aðeins norður eftir Frakklandi, að sögn Jóhanns Óla. „Varpstöðvarnar teygja sig austur eftir Asíu, alla leið til Ástralíu og suður um Afríku. Hann er farfugl í Evrópu og hefur fuglinn í Garði væntanlega verið á farflugi og lent í einhverjum af þeim lægðum sem dunið hafa á okkur undanfarið og hrakist hingað á þann hátt.“ gudni@mbl.is

Farfuglarnir koma til landsins hver á fætur öðrum. Í gær sagði mbl.is frá því að krí­an væri kom­in til lands­ins, nokkr­um dög­um fyrr en að meðaltali síðustu ár. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert