Eldur í íbúð í Kópavogi

Frá slökkvistarfinu í Þverbrekku.
Frá slökkvistarfinu í Þverbrekku. Ljósmynd/Högni Guðmundsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds á annarri hæð fjölbýlishúss við Þverbrekku í Kópavogi. Eldur var bundinn við eitt herbergi og er búið að slökkva hann. Unnið er að því að reykræsta. 

Tilkynning um brunann barst um klukkan 10:35. Alls voru þrjár stöðvar sendar á vettvang. 

Engan hefur sakað samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins. 

Hann segir að leigjandi í íbúðinni hafi brugðist rétt við og náð að sprauta úr slökkvitæki á eldinn. Því næst lokaði hann herberginu og náði að komast út. Skemmdir eru því eingöngu bundnar við herbergið og lítill reykur fór fram í íbúðina og enn minna fram á stigaganginn, því reyndist ekki þörf á að rýma stigaganginn.

Eldsupptök eru ókunn og málið er í rannsókn.

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert