Starfsmannaleigur sexfalda umsvif sín

Iðnaðarmenn að störfum.
Iðnaðarmenn að störfum. mbl.is/Styrmir Kári

Fjöldi starfsmanna á vegum starfsmannaleigna sexfaldaðist á 13 mánaða tímabili. Þeir voru 1.104 í lok mars síðastliðins, en voru 178 við lok febrúar á síðasta ári.

Arthúr Vilhelm Jóhannesson, framkvæmdastjóri Elju starfsmannaþjónustu, rekur þessi auknu umsvif til vaxtar í efnahagslífinu og að í sumum faggreinum sé ekki nægileg nýliðun hér á landi til að mæta aukinni eftirspurn eftir starfskröftum.

Í sumar mun starfsmannafjöldi Elju meira en tvöfaldast, í um það bil 600, að því er fram kemur í umfjöllun um umsvif þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert