Falinn myndlistarfjársjóður finnst á Siglufirði

Veggmyndin í gamla Gagnfræðaskólanum á Siglufirði er talin mikilvægur fundur …
Veggmyndin í gamla Gagnfræðaskólanum á Siglufirði er talin mikilvægur fundur fyrir íslenska myndlist. mbl.is

Veggmynd eftir Hörð Ágústsson myndlistarmann fannst falin á bak við vegg í gamla Gagnfræðaskólanum á Siglufirði. Verkið, sem er frá árinu 1957, féll í gleymsku og jafnvel fjölskylda Harðar vissi ekki um tilvist þess. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur hefur lagst í rannsóknarvinnu og telur fundinn mjög merkilegan í íslenskri myndlistarsögu.

Byggingin var seld og afhent nýjum eigendum í fyrra. Þegar hafist var handa við að breyta húsnæðinu og innrétta þar íbúðir var ytra byrði veggs í anddyri fjarlægt. Kom þá í ljós að þar undir var stór veggmynd, 3 x 5 metrar, og gerð að mestu leyti úr korkflísum. Reyndist myndin vera verk eftir Hörð Ágústsson listamann, verk sem hafði fallið í gleymsku.

Hörður Ágústsson (1922-2005).
Hörður Ágústsson (1922-2005). Einar Falur Ingólfsson

Haft var samband við fjölskyldu Harðar sem kom alveg af fjöllum og vissi ekkert um verkið. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur telur fundinn merkilegan. „Þetta er býsna mikilvægur fundur fyrir þá sem eru að stúdera feril Harðar. Þetta er alveg nýr vinkill á honum sem fólk hefur ekki séð áður og þessar veggmyndir eru feiknalega mikil verk og mikilvæg í okkar myndlistarsögu. Að uppgötva eitt verk sem við vissum ekki um áður er mjög mikilvægt,“ segir Aðalsteinn.

Lesa má nánar um fundinn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert