Ólafur með 45% en Guðni 38%

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Eggert

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nýtur stuðnings 45% kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Guðni Th. Jóhannesson, sem kynnir framboð sitt til embættis forseta Íslands í dag, kemur næstur á eftir með 38% fylgi. Andri Snær Magnason er með 11% stuðning. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð dagana 2. og 3. maí. Guðni staðfestir í samtali við Fréttablaðið í dag að hann muni kynna framboð sitt formlega á fundi sem hann hafði boðað til klukkan 14 í Salnum í Kópavogi í dag. 

Andri Snær segir í samtali við blaðið að baráttan sé rétt að byrja. Ólafur Ragnar veitti ekki viðtal vegna.

Fram kemur, að könnunin hafi þannig verið gerð að hringt var í 1.161 mann þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá.

Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Golli
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. mbl.is/Golli
Andri Snær Magnason.
Andri Snær Magnason. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert