Bækur Ragnars verða að þáttum

Ragnar Jónasson.
Ragnar Jónasson. mbl.is/Sigurður Ægisson

Breski framleiðandinn On the Corner hefur tryggt sér réttinn á Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar. Fyrsta bókin í syrpunni nefnist Snjóblinda og kom út árið 2010. On the Corner hlaut nýverið Óskars- og BAFTA-verðlaunin fyrir heimildarmyndina um Amy Winehouse.

Forsprakki fyrirtækisins, Jolyon Symonds, hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir sjónvarpsmyndina Complicit sem gerð var fyrir Channel 4 í Bretlandi og þá hefur hann nýlokið við leikna sjónvarpsseríu fyrir BBC1. 

Fyrsta bókin í syrpunni hefur notið mikilla vinsælda eftir að hún kom út á ensku fyrir tæpu ári. Hún fór í efsta sæti á metsölulista Amazon í Bretlandi og Ástralíu, var á fjölmörgum árslistum enskra fjölmiðla og bloggara, meðal annars var hún valin ein af átta bestu glæpasögum ársins hjá Independent, segir í tilkynningu

On the Corner stefnir að því að taka upp þáttaraðirnar á ensku á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert