Kostnaðurinn 100 þúsund krónur

Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna banaslyss í umferðinni er 100 þúsund krónur en ekki 659,6 milljónir króna eins og fram kemur með skýrum hætti í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Frétt mbl.is: Banaslys kostar 659 milljónir

Svarið varðandi þessar tölur byggir á rannsóknarverkefni við Háskólann í Reykjavík frá 2014 en þar segir að samfélagslegur slysakostnaður vegna banaslyss sé 56 milljónir króna og vegur þar þyngst „Nettó framleiðslutap“ upp á 55,6 milljónir. Sem fyrr segir er kostnaður heilbrigðiskerfisins metinn 100 þúsund krónur og lögreglu og slökkviliðs 300 þúsund krónur. Einstaklingsbundinn kostnaður er metinn 87 milljónir króna vegna tapaðrar framtíðarneyslu. Við þetta bætist liðurinn „Virði tölfræðilegs mannslífs“ sem metinn er á 341 milljón króna.

Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna alvarlegs slyss 1,1 milljón króna, kostnaður lögreglu og slökkviliðs 400 þúsund krónur og nettó framleiðslutap 15,5 milljónir króna. Þegar um minniháttars slys er að ræða er kostnaður heilbrigðiskerfisins metinn 200 þúsund krónur, kostnaður lögreglu og slökkviliðs 500 þúsund krónur og nettó framleiðslutap 8,3 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert