Jóakim og Marie skoðuðu Epal

Jóakim Danaprins og eig­in­kona hans Marie prins­essa fóru fyrr í dag í verslun Epal í Skeifunni þar sem þau skoðuðu danska hönnun. Ljós­mynd­ari mbl.is náði þess­um mynd­um þar sem þau skoðuðu verslunina ásamt eiganda Epal, Eyjólfi Pálssyni. 

Tveggja daga op­in­ber heim­sókn Jóakims og Marie hófst í gær. Er heim­sókn­in hluti af 100 ára af­mæli Dansk-Is­landsk Sam­fund hvers til­gang­ur er að styrkja tengsl ríkj­anna.

Þau fóru í Nor­ræna húsið í gær­kvöldi en í morg­un fóru þau í bíltúr um Reykja­vík þar sem þau skoðuðu áhrif dansks arki­tekt­úrs. Þá skoðuðu þau Hörpu í morgun og Epal nú eftir hádegi eins og fyrr segir.

Í kvöld munu hjónin sækja hátíðarkvöldverð Dansk-Is­landsk Sam­fund á Hótel Holti. 

Jóakim heilsar Eyjólfi.
Jóakim heilsar Eyjólfi. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert