Árni Björn og Ari gefa kost á sér

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Eggert

Árni Björn Guðjónsson, fyrrverandi oddviti Kristilega lýðræðisflokksins, gefur kost á sér til forseta Íslands fyrir komandi forsetakosningar í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Árni sendi fjölmiðlum um helgina.

Segist hann þar gera grein fyrir áherslumálum sínum þegar nær dregur kosningum, en hann hyggst aðeins sitja tvö kjörtímabil nái hann kjöri. „Aðalmál sem ég mun leggja áherslu á er að eyða hatri hér á Íslandi og um allan heim,“ segir í tilkynningunni.

Ari Jósepsson, íslensk Youtube-stjarna, gefur kost á sér sem forseti Íslands fyrir kosningarnar í sumar. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segist hann umburðarlyndur, með gott jafnaðargeð og góður í umræðum. „Ég hef allt til að verða forseti Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Árni Björn Guðjónsson, til vinstri, og Ari Jósepsson, til hægri.
Árni Björn Guðjónsson, til vinstri, og Ari Jósepsson, til hægri. Samsett mynd.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert