Samþykktu verkfallsboðun

Frá baráttufundi SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélagi Íslands í Háskólabíó …
Frá baráttufundi SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélagi Íslands í Háskólabíó fyrr í mánuðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfallsboðun starfsmanna ríkisins hjá SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, og Sjúkraliðafélagi Íslands hafa verið samþykkt. Þetta kemur fram á heimasíðu SFR. Aðgerðirnar voru samþykktar með 85,15% atkvæða hjá SFR félögum og 90,9% hjá sjúkraliðum. Alls tóku 63,81% félagsmanna SFR þátt í atkvæðagreiðslunni og 69,8% hjá Sjúkraliðafélaginu.

Verkfallsaðgerðir munu hefjast 15. október ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Á heimasíðu SFR kemur fram að enginn fundur hafi verið boðaður í kjaradeilunni. Góð þátttaka var hjá báðum félögum eins og tölurnar sýna og afstaða félagsmanna afgerandi. „Framundan eru verkföll,“ segir á heimasíðunni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert