Ferðamenn „míga og skíta“ við Gullfoss

Fjölmargir ferðamann koma á Gullfoss á hverjum degi.
Fjölmargir ferðamann koma á Gullfoss á hverjum degi. mbl.is/Eggert

„Það er búið að markaðssetja Ísland þannig að það þurfi ekki að borga fyrir neitt hérna, segir Ástdís Kristjáns­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri Gull­foss Kaffi, við mbl.is. Ferðamaður kvartaði yfir því að klósettin við Gullfoss hefðu verið subbuleg og velti fyrir sér hvort þau væru þrifin sjaldan.

Frétt mbl.is: Gera þarfir sínar í kirkjugarðinum

Ferðamenn svindla sér inn á salernin

„Salernin eru þrifin tvisvar á dag,“ segir Ástdís og að það geti vel verið að það sé of lítið, miðað við allan fjölda ferðamanna sem notar salernin. „Það er spurning hvað við getum lagt mikinn kostnað í þetta og fengið lítið til baka.“ Peningarnir sem fáist með salernisgjaldinu fari í rekstur salerna á svæðinu; það þurfi að kaupa mikinn pappír og slíkt. „Ferð á klósettið kostar 200 krónur en við fáum ekki nema um 50% heimtur. Fólk svindlar sér alveg hiklaust inn.“

Fólk hraunar yfir strákana

Hún segir þetta vera hluta af stærra vandamáli. Ísland hafi verið markaðssett sem staður þar sem allt sé frítt og því taki margir það ekki í mál að borga fyrir ferð á salernið. „Ef það er ekki vörður við svæðið þá klifrar fólk yfir hliðið hérna alveg miskunnarlaust. Vandamálið hjá okkur er að það vill enginn standa vörð, vegna þess að ferðafólkið er svona dónalegt við verðina. Við höfum haft unga stráka sem vilja ekki standa vörð því fólk hraunar yfir þá. Fólk skammar þá af því að það þarf að borga, það á allt að vera frítt á Íslandi.

Getum sjálfum okkur um kennt

Ástdísi finnst Íslendingar geta sjálfum sér um kennt. „Við bugtum okkur og beygjum; komið og valtið yfir okkur. Skítið bara á Þingvöllum eða hvar sem ykkur sýnist. Þetta viðhorfið og það er skelfilegt.“ Á Gullfossi virðast ferðamenn gera þarfir sínar hvar sem er. „Ég er með starfsmannahús við hliðina á Gullfoss Kaffi og þar eru ferðamenn mígandi og skítandi fyrir utan gluggana. Starfsfólkið sér þetta og bankar í gluggann en fólkið glottir bara og hverfur á braut.“

Ekki nóg að þrífa tvisvar á dag

 René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ljóst að þeir sem sjái um salernisaðstöðu á ferðamannastöðum séu að gera sitt besta. „Fólk hagar sér auðvitað misvel. Það er ekki nóg að þrífa einu sinni eða tvisvar á dag vegna þess að á þessa stærstu staði koma þúsundir manna daglega,“ segir Biasone við mbl.is.

„Fólk fylgist með ferðum skemmtiferðaskipa og reynir að sjá hversu margir koma en þetta er stanslaus vinna. Ég er viss um að þeir sem sjá um salernin gera sitt besta.

Pappírinn kostar nokkrar milljónir

Hann er sammála Ástdísi að rekstur salerna á ferðamannastöðum sé dýr. „Peningarnir sem fást með salernisgjöldum fara aðallega í að kaupa klósettpappír.  Ég heyrði því einhversstaðar fleygt fram að klósettpappírinn einn og sér kosti nokkrar milljónir króna og gjaldið dugi stundum ekki.

Ástdísi finnst við þurfa að breyta viðhorfinu.
Ástdísi finnst við þurfa að breyta viðhorfinu.
Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir salernisgjald ekki nóg.
Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir salernisgjald ekki nóg. Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert