Bitna harkalega á dýrunum

mbl.is/Þórður

Stjórn Kattavinafélags Íslands skorar á Brynju - hússjóð Öryrkjabandalagsins, að afturkalla ákvörðun sína um að úthýsa gæludýrum úr leiguíbúðum ÖBÍ.

Fram kemur í ályktun sem félagið hefur sent, að rannsóknir bendi til þess að hundar og kettir bæti líkamlega og andlega heilsu eigenda sinna.

„Þessar aðgerðir munu bitna harkalega á dýrunum sem munu missa heimili sín, auk þess að valda eigendunum sorg og skerða lífsgæði þeirra,“ segir í ályktuninni. 

Grét í tvo daga eftir bréfið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert