Stefnir í 70.000 manna verkfall

Fiskvinnsla stöðvast í dag og á morgun.
Fiskvinnsla stöðvast í dag og á morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Komi til verkfalla VR og Flóabandalagsins, auk Starfsgreinasambandsins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, verða um 70 þúsund félagsmenn komnir í verkföll í byrjun næsta mánaðar. Yrðu það víðtækustu verkföll hér á landi í áratugi.

Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall sextán félaga Starfsgreinasambands Íslands hófst á miðnætti. Um 10 þúsund félagsmenn leggja niður störf hjá rúmlega 2.000 fyrirtækjum á landsbyggðinni.Við það stöðvast mikilvæg framleiðslufyrirtæki eins og fiskvinnslur og matvælaiðjur og röskun verður á ýmissi þjónustu, eins og ferðaþjónustu, flutningum og byggingastarfsemi.

Flóabandalagið, VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna kynntu í gær samstilltar verkfallsaðgerðir sem lagðar eru fyrir félagsmenn í atkvæðagreiðslu, að því er fram kemur í umfjöllun um stöðu kjaraviðræðna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert