„Álfarnir sáttir á nýjum stað“

70 tonna grjótbjarg var flutt til í Gálgahrauni í dag til að hlífa því vegna vegagerðarinnar því sumir telja að þar sé sögufræg álfakirkja: Ófeigskirkja og var hún færð nær öðrum steinmyndunum þar sem talið er að álfar haldi til. 

Hraunavinir börðust m.a. hart fyrir verndun bjargsins sem er í tveimur hlutum annað er 20 tonn en hitt er 50 tonn. Verkið gekk að sögn talsmanns Vegagerðarinnar vel og lítið brotnaði úr bjarginu en flutningarnir hófust kl. 11 í morgun og um fimmleytið var búið að koma báðum steinunum fyrir.

Að sögn Ragnhildar Jónsdóttur í Álfagarðinum í Hellisgerði  hafa álfarnir undirbúið flutninginn í eitt og hálft ár eða frá því að ljóst var að Ófeigskirkja yrði færð og eru nokkuð sáttir á nýjum stað og því ólíklegir til að valda usla vegna rasksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert