„Gunnar verður heimsmeistari“

Á dögunum var tekið í notkun nýtt bardagabúr í Mjölni þar sem Gunnar Nelson æfir af kappi fyrir næsta bardaga sinn. Á landinu er einnig tíu manna lið bardagamanna frá Írlandi sem æfir í Mjölni og þar á meðal er Conor McGregor einn vinsælasti íþróttamaður Íra sem leynir ekki aðdáun sinni á Gunnari.

McGregor, sem berst í aðalbardaga kvöldsins þann 19. júlí í Dublin þegar Gunnar keppir við Bandaríkjamanninn Zak Cummings, er afar siguræll í MMA og hefur unnið heimsmeistaratitla bæði í léttvigt og fjaðurvigt. 

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að von sé á fleiri erlendum gestum í næstu viku vegna undirbúnings fyrir kvöldið stóra í Dublin og jafnframt vonast hann til að tilkoma búrsins laði að fleiri erlend lið í framtíðinni.

mbl.is leit á æfingu í Mjölni og ræddi við Jón Viðar, Conor og Gunnar Nelson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert