Iðkendum fjölgar mest í lyftingum

„Mér finnst viðhorfið hafa breyst frá því ég var í …
„Mér finnst viðhorfið hafa breyst frá því ég var í menntaskóla. Ég hefði viljað byrja fyrr í þessum íþróttum báðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir sem keppir í ólympískum lyftingum og í cross-fit.

Kraftlyftingar og ólympískar lyftingar njóta vaxandi vinsælda og samkvæmt samantekt ÍSÍ fjölgaði iðkendum hlutfallslega mest í þessum greinum milli áranna 2011 og 2012, eða um 57% og 51%.

Konur eru um þriðjungur þeirra sem þessar kraftaíþróttir stunda og Anna Hulda Ólafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum, telur að viðhorf samfélagsins til sterkra og stæltra kvenna hafi breyst til batnaðar undanfarið. Mikilvægt sé að stúlkur sem vilji verða sterkar hafi fyrirmyndir – sterkar konur, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert