H.C. Andersen á Árna mikið að þakka

Annette Lassen, ritstjóri nýrrar danskrar þýðingar á Íslendingasögum, flutti fyrirlestur í hátíðarsal H.Í. í dag. Hún segir að mögulega hefði H.C. Andersen aldrei orðið rithöfundur hefði hann ekki þekkt til íslensku fornhandritanna. 

Annette segir að H.C. Andersen hafi fengið nöfn, lýsingar og fleira að láni úr þýðingu Finns Magnússonar á Völuspá þegar hann samdi leikverk einungis 17 ára gamall og var að reyna að koma sér á framfæri. Mögulega hefði Hans Christian því aldrei komist í nám því verkið var m.a. notað til að meta hvort hann væri hæfur til að komast í nám.

Þýðingarnar á Íslendingasögunum koma út í vor og Annette segir að þar sé að koma út efni sem ekki hafi verið þýtt áður auk þess sem að tími hafi verið komin á að þýða ýmislegt aftur. Verkið hófst árið 2008 og er alls um 2600 blaðsíður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert