Mikil björgunaræfing á Grænlandshafi

TF-SIF tekur þátt í æfingunni.
TF-SIF tekur þátt í æfingunni. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2013 hófst í gær en æfingin fer fram dagana 2.-6. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur.

Rúmlega 100 fulltrúar Íslands taka með einum eða öðrum hætti þátt í æfingunni, þátttakendur koma frá Landhelgisgæslunni, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lögreglu, Umhverfisstofnun og Landspítalanum. Einnig hafa innanríkisráðuneytið og utanríkisráðuneytið komið að skipulagsferlinu.

Þau ríki norðurheimskautsráðsins sem senda búnað og björgunareiningar á svæðið eru auk Íslands: Grænland, Færeyjar, Danmörk, Kanada, Noregur og Bandaríkin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert