Lægðir til landsins á færibandi

Hætt er við að mörg regnhlífin verði dregin fram á …
Hætt er við að mörg regnhlífin verði dregin fram á næstunni sunnanlands og vestan. mbl.is/Golli

„Ég er ekki vongóður um að góða veðrið bresti á á Suður- og Vesturlandi næstu vikurnar, þannig er útlitið bara núna,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Í vikunni kemur hver lægðin á fætur annarri og þær virðast koma hingað til lands á færibandi næstu daga. Veðrið á ekkert að skána sunnan og vestanlands. Þar verður áfram frekar vætusamt og svalt á næstunni,“ segir Þorsteinn meðal annars um veðurhorfur á næstunni í Morgunblaðinu í dag.

Þorsteinn ráðleggur sólþyrstum Sunnlendingum að halda norður og austur til að freista þess að svala sólarþorstanum þessa vikuna. „Það verður gott veður fyrir norðan og austan í vikunni, alveg um og yfir 20 gráður, hlýtt og þurrt.“

Sjá veðurvef mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert