Ný tölfræði komin í Íslendingabók

Íslendingabók
Íslendingabók www.islendingabok.is

Ættfræðivefurinn Íslendingabók hefur nú bætt við flipa undir yfirskriftinni „um ættina mína“ þar sem fólk getur nálgast frekari tölfræðiupplýsingar um ætt sína.

Þar er samantekt unnin frá öllum langöfum og langömmum viðkomandi og niðjum þeirra.

Hægt er að fá upplýsingar um tíu algengustu karl- og kvenmannsnöfn ættarinnar. Algengustu millinöfnin, algengustu fæðingarstaðina og algengustu búsetustaði.

Þá eru tíu elstu karlmenn og kvenmenn hópsins listaðir upp auk þess sem tíu nýjustu ættingjarnir eru á lista. Ættfræðivefurinn gefur einnig upplýsingar um meðallífaldur hópsins, stærsta systkinahópinn, fjölda af hvoru kyni og heildarstærð ættarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert