Íslandi best borgið utan ESB

Frá setningu flokksþings í gær.
Frá setningu flokksþings í gær. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er alveg hreint samkvæmt þessari ályktun að nú verður ekki lengra haldið. Þeim verður hætt og ekki hafnar aftur nema þjóðin vilji halda áfram aðildarferlinu,“ sagði Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um ályktun flokksins um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþinginu í dag.

Þar segir: „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Einungis 30% þjóðarinnar sem vilja í ESB

 „Nú eru bara 30% þjóðarinnar sem segjast vilja ganga inn í Evrópusambandið og hugsanlega með skilyrðum. Það er því farsælast að gera hlé þar til almennur vilji er fyrir aðild,“ segir Frosti.

Ályktunin um utanríkismál var samþykkt án mótatkvæða í þinginu en fram kom í máli formanns nefndarinnar að nokkur umræða hafi orðið um ákvæði um ESB í ályktunni. Frosti segir þó að ekki hafi verið ósamstaða innan nefndarinnar og að almenn sátt hafi verið um orðalagið í lokin.

Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert