Vara við úrkomu og vatnavöxtum

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull mbl.is/RAX

Almannavarnir vara við mikilli úrkomu í hlíðum Eyjafjallajökuls og vatnavöxtum í ám umverfis hann. Varað er við leiðinni inn í Þórsmörk. Í nótt og undir morgun er hætta á aurskriðum niður suðurhlíðar jökulsins. Reiknað er með að mesta úrkomutímabilið standi frá kl. 22 í kvöld og til hádegis á morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun úrkomubelti fara hægt austur yfir landið í nótt.

Náið er fylgst með stöðu mála og Lögreglan á Hvolsvelli hvetur íbúa,  sem og vegfarendur til að fara varlega og fylgjast með fréttum af veðri og færð á vefsíðum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar,   www.vedur.is  og www.vegagerdin.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert