Jarðskjálfti við Grímsfjall

Grímsvötn
Grímsvötn Árni Sæberg

Um kl. 9:22 í morgun varð jarðskjálfti að stærð 4,2 við Grímsfjall. Nokkru fyrr eða kl. 9:06 var annar yfir 3,5 að stærð á sömu slóðum.

Jarðskjálftar á þessu svæði eru algengir, enda eru Grímsvötn ein virkasta eldstöð landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert