„Veruleg vonbrigði," sagði efsti maður Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

„Þetta er ekki það sem lagt var upp með og veruleg vonbrigði," sagði Haraldur Þór Ólason, efsti maður Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Sjálfstæðismenn fengu 26,2% og þrjá menn í bæjarstjórn eftir fyrstu talningu og misstu tvo menn. „Þetta breytist kannski eitthvað en ekki stórkostlega," sagði Haraldur Þór. „Okkar viðbrögð eru auðvitað að halda áfram og byggja fylgið upp aftur," sagði Haraldur Þór að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert