Vinda ofan af þvingunum gegn Kúbu

Fjölskyldusameiningarúrræði verður endurvakið.
Fjölskyldusameiningarúrræði verður endurvakið. AFP

Flogið verður til fleiri staða í Kúbu en höfuðborgarinnar Havana, frá Bandaríkjunum, á ný og fjölskyldusameiningarúrræði, endurvakið, sem lagt var niður árið 2016.

Tuttugu og tvö þúsund umsóknir hafa verið í biðstöðu síðan, og eiga þeir umsækjendur því loks von á að fá mál sín afgreidd.

Þá verða hópferðir í mennta- og atvinnutilgangi, heimilaðar og hámark á fjárhæð, sem senda má frá Bandaríkjunum, yfir til fjölskyldumeðlima á Kúbu, afnumið. Það hefur hingað til miðast við eitt þúsund Bandaríkjadali á hvern einstakling, hvern ársfjórðung.

Djúp efnahagslægð á Kúbu

Kúba stendur, um þessar mundir,  frammi fyrir dýpstu efnahagslægð sem leikið hefur landið frá falli Sovétríkjanna. Skortur er á mat og lyfjum og þúsundir Kúbverja reyna í óða önn að flýja yfir til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, þetta kemur fram í frétt Miami Herald.

Stefnt er að því að úthluta tuttugu þúsund landvistarleyfum til Kúbverja sem vilja flytja til Bandaríkjanna, á ári hverju.

Styðja við frumkvöðla

Þá hyggst ríkisstjórnin einnig grípa til aðgerða til þess að styðja við kúbverska frumkvöðla með því að hleypa þeim að rafrænum mörkuðum og skoða möguleika þeirra til að leita sér fjármagns.

Breytingarnar lúta flestar að því að vinda ofan af höftum sem Donald Trump, forveri Joe Biden forseta Bandaríkjanna, lagði á í valdatíð sinni.

Þær verða innleiddar í litlum skrefum á næstu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert