Skotárás í Kaliforníu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Lögregluyfirvöld I Kaliforníu segjast hafa brugðist við skotárás í kirkju nærri Los Angeles á sunnudag. Fram kom í yfirlýsingu lögreglu einn sé látinn og fjórri alvarlega slasaðir. 

„Fulltrúar eru nú að bregðast við fregnum af skotárás í kirkju. Nokkur fórnarlömb hafa orðið fyrir skoti,“ segir í færslu lögreglunnar í Orange-sýslu á samfélagsmiðlum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Á laugardag létust tíu í skotárás í Buffalo í New York-ríki þegar hvítur hægri-öfgasinni hóf skothríð í matvöruverslun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert