Nær öruggt að kosningar um aðskilnað verði falsaðar

Afleiðingar stríðsins hafa verið hörmulegar.
Afleiðingar stríðsins hafa verið hörmulegar. AFP

Breska varnarmálaráðuneytið segir að ef Rússar framkvæmi kosningar um embættistöku á Kerson svæðinu í Úkraínu sé nær öruggt að niðurstöður þeirra verði falsaðar og muni sýna skýran vilja íbúa til þess að skilja frá Úkraínu. 

Þetta kemur fram í nýju yfirliti ráðuneytisins. 

Þar segir jafnframt að íbúar í Kerson muni áfram mótmæla rússneskum yfirráðum á svæðinu. 

Nýlega greindu stjórnvöld sem Rússar settu á í Kerson frá því að atkvæðagreiðsla færi fram um áframhaldandi yfirráð aðskilnaðarsinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert