Rússar láta finna fyrir sér

Umræða um aðild Finna að NATO hefur ekki farið vel …
Umræða um aðild Finna að NATO hefur ekki farið vel í forseta Rússlands, Vladimír Pútín. AFP/Mikhail Metzel

Rússar hafa stöðvað útflutning á raforku til Finnlands, samkvæmt finnskum rekstraraðila. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar yfirlýsingu forseta og forsætisráðherra Finnlands um að þau mæli með því að þjóðin sæki um aðild að Atlantshafsbandalafinu (NATO). Aðildin hefur verið til umræðu frá því í febrúar þegar að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Í gær var greint frá því að Rússar hygðust stöðva innflutning rafmagns í dag, 14. maí. Kom þetta fram í tilkynningu RAO Nordic sem er dótturfyrirtæki rússneska ríkisorkufyrirtækisins Inter RAO.

Samkvæmt RAO Nordic þá er innflutningurinn stöðvaður vegna þess að fyrirtækið getur ekki greitt fyrir hann en líklegra þykir að ákvörðunina megi rekja til umræðunnar um aðild að NATO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert