Vakta Meta vegna mögulegrar misnotkunar

Meta er móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins Facebook.
Meta er móðurfyrirtæki samfélagsmiðilsins Facebook. AFP

Samkeppniseftirlitið í Þýskalandi hefur ákveðið að vakta Meta, móður­fyr­ir­tæki sam­fé­lags­miðlana Facebook, Instagram og WhatsApp, sérstaklega vegna mögulegrar misnotkunar.

AFP-fréttaveitan greini frá.

Samkeppniseftirlitið segir Meta fyrirtæki sem hafi mikla þýðingu fyrir samkeppni en slík yfirlýsing greiðir brautina fyrir yfirvöld til að berjast gegn mögulega samkeppnisbrotum.

Andreas Mundt, yfirmaður Samkeppniseftirlitsins, segir að Meta hafi búið til stóran notendahóp og að fyrirtækið sé í yfirburðastöðu á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert