Öllu flugi frá Palma aflýst

Flug­vell­in­um á Palma var lokað í dag vegna ösku­falls en þetta er annar heili dagurinn sem flugvellinum er lokað vegna eldgossins á eyjunni sem hófst fyrir mánuði síðan.

Öllum þeim 38 flugferðum sem áttu að fara frá flugvellinum í dag var aflýst, flest voru til hinna Kanaríeyjanna. Einungis fjórar af þeim 34 flugferðum sem átti að fljúga í gær fóru frá flugvellinum.

Eldgos hófst á spænsku eyjunni 19. september. Um sjö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og um 1.800 byggingar hafa orðið hrauninu að bráð. Alls búa um 85 þúsund manns á eyjunni.

Eldgosið hófst 19. september.
Eldgosið hófst 19. september. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert